Húsavíkurflugið er í hættu

Skrúfuþota Ernis sem hefur oft verið notuð í flug til …
Skrúfuþota Ernis sem hefur oft verið notuð í flug til og frá Húsavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Allt bendir til að Ernir hætti áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Húsavíkur um næstu mánaðamót. Ákvörðun um þetta hefur verið tekin af stjórn flugfélagsins.

Sætanýting á þessari leið er ekki sögð vera slík að flugið standi undir sér á forsendum markaðarins. Ernir hefur haldið úti Húsavíkurflugi frá árinu 2012, nú síðast með sjö ferðum á viku. Fyrr á árum voru þær fleiri.

Samtöl eiga sér nú stað við heimafólk nyrðra um þessa ráðstöfun flugfélagsins, en ólíklegt er þó að Ernir fljúgi áfram til Húsavíkur eftir 1. október. Þess má raunar geta að í bókunarvél á vef félagsins er lokað á að hægt sé að bóka Húsavíkurflug þegar komið er fram í næsta mánuð.

„Við höfum eins og staðan er núna nákvæmlega ekki fengið neina formlega tilkynningu um að Ernir sé að hætta Húsavíkurfluginu. Á meðan svo er geta bæjaryfirvöld lítið gert eða sagt, nema auðvitað minna á að þetta flug hefur skipt samfélagið hér og alla uppbyggingu á undanförnum árum afar miklu máli, við bíðum frekari svara,“ sagði Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, í samtali við Morgunblaðið í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK