Allir nýir í stjórn Bankasýslu sem á að leggja niður

Tryggvi Pálsson er nýr formaður stjórnar Bankasýslu ríkisins, en til …
Tryggvi Pálsson er nýr formaður stjórnar Bankasýslu ríkisins, en til stendur að leggja hana niður á næsta ári. mbl.is/Kristinn

Ný stjórn Bankasýslu ríkisins hefur verið skipuð af Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Formaður nýrrar stjórnar er Tryggvi Pálsson, en auk hans eiga þau Þóra Hallgrímsdóttir og Þórir Haraldsson sæti í stjórninni.

Þau taka við af Lárusi Blöndal, sem var áður formaður stjórnarinnar, og þeim Margréti Kristmannsdóttur og Vilhjálmi Bjarnasyni sem einnig áttu sæti í stjórninni.

Bankasýslan og stjórn hennar voru talsvert í sviðsljósinu fyrr á þessu og síðasta ári í tengslum við sölu á hluta ríkisins í Íslandsbanka og skýrslu ríkisendurskoðunar um söluferlið.

Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að hlutverk stjórnar sé að móta áherslur í starfi stofnunarinnar og fylgjast með starfsemi og rekstri hennar. Auk þess er gert ráð fyrir að starfsemi stofnunarinnar mótist af eigendastefnu ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

Leggja á Bankasýsluna niður

Jafnframt er tekið fram að boðað hafi verið nýtt frumvarp á Alþingi þar sem lagt verður til að breyta stofnanaumgjörð í tengslum við eignarhald ríkisins á hlutum í fjármálafyrirtækjum og öðrum félögum í ríkiseigu. Er miðað við að Bjarni muni leggja það frumvarp fram í janúar á næsta ári og að það feli í sér að lög um Bankasýslu ríkisins falli brott, og starfsemin verði þannig lögð niður í núverandi mynd.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK