Rósa María og Rakel ganga til liðs við Cirkus

Rósa María (t.v.) og Rakel hafa þegar hafið störf hjá …
Rósa María (t.v.) og Rakel hafa þegar hafið störf hjá auglýsingastofunni Cirkus. Ljósmynd/Aðsend

Rósa María Árnadóttir og Rakel Tómasdóttir hafa gengið til liðs við auglýsingastofuna Cirkus. Rósa tekur við stöðu framkvæmdarstjóra og Rakel kemur inn sem grafískur hönnuður.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá auglýsingastofunni. Þar segir að Rósa starfaði áður sem viðskiptastjóri hjá Hvíta húsinu og hafi víðtæka reynslu af auglýsinga- og markaðsmálum, meðal annars sem viðskiptastjóri hjá Íslensku auglýsingastofunni og markaðs- og viðburðastjóri hjá Ion hótelum, Hótel Búðum, Hótel Berg og Hótel Egilsen.

Einnig hefur Rósa reynslu úr heimi fjölmiðla af tímaritinu Glamour og Fréttablaðinu. Rósa er með BS gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands.

Rakel hefur starfað sem myndlistarkona og hönnuður frá því hún útskrifaðist með BA í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2016. Hún var um langt skeið grafískur hönnuður hjá tímaritinu Glamour, hefur hannað og gefið út letur undir merkjum SilkType, auk þess að hafa haldið fjölmargar myndlistarsýningar.

Auglýsingastofan Cirkus fagnar þriggja ára starfsafmæli í október og þar starfa nú 7 manns

„Við erum himinlifandi með að fá þessar öflugu og kláru konur til liðs við okkur. Þegar unnið er fyrir skemmtilegustu viðskiptavini landsins með hæfileikaríkasta fólkið í kringum sig, þá gerast einhverjir galdrar,“ er haft eftir Guðlaugi Aðalsteinssyni, einum eigenda Cirkus.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK