Iceland dýrasta verslunin í nýrri könnun

Verð hjá Iceland hækkaði mest allra verslana á milli ára.
Verð hjá Iceland hækkaði mest allra verslana á milli ára. mbl.is/Hjörtur

Ice­land er dýr­asta versl­un­in á Íslandi, sam­kvæmt mat­vöru­könn­un verðlags­eft­ir­lits ASÍ sem fram­kvæmd var 6. og 7. sept­em­ber. 

Versl­un­in var oft­ast með hæsta verðið í mat­vöru­könn­un­inni en verð hækkaði þar einnig mest allra versl­ana á milli ára. Sömu vör­ur voru kannaðar nú og í októ­ber í fyrra.

Að meðaltali var verðlagið í Ice­land 35% hærra verð en það ódýr­asta. Verðið var þar hæst í lang­flest­um til­fella og aldrei lægst af þeim vör­um sem til skoðunar voru.

Fjarðar­kaup hækkaði minnst

Verlan­irn­ar sem kannaðar voru: Bón­us, Krón­an, Nettó, Fjarðar­kaup, Heim­kaup, Kjör­búið, Hag­kaup og Ice­land.

Fjarðar­kaup hækkaði verð minnst á milli kann­ana en Bón­us var með lægsta verðlagið og oft­ast með lægsta vöru­verðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK