Miðlar ehf. jók tekjur sínar í fyrra

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. Ljósmynd/Aðsend

Félagið Miðlar ehf. hagnaðist í fyrra um 2,6 milljónir króna, en hagnaður félagsins nam árið áður um 1,9 milljónum króna. Tekjur félagsins í fyrra voru um 12,2 milljónir króna, samanborið við 7,1 milljón króna árið áður.

Samkvæmt fyrirtækjaskrá er tilgangur félagsins almennatengsl, auglýsingastarfsemi og markaðrannsóknir, viðburðastjórnun, rekstur fasteigna og lánastarfsemi.

Tekjur félagsins voru litlar sem engar árunum 2018-2020, en höfðu á árunum þar á undan, árin 2016 og 2017, numið rúmlega 19 milljónum króna hvort ár. Félagið aflaði sér tekna á ný árið 2021 sem fyrr segir en þær tekjur jukust síðan um rúm 70% milli ára í fyrra.

Rekstrarkostnaður Miðla í fyrra nam um 9,3 milljónum króna, samanborið við 5,2 milljónir króna árið áður. Rekstrarhagnaður var því um 2,9 milljónir króna.

Eigið fé félagsins nam í árslok síðasta ár um 3,8 milljónum króna.

Leiðrétting:

Í fyrri útgáfu fréttarinnar og í fyrirsögn kom fram að félagið væri í eigu Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, umsjónarmann Kastljóss á Ríkissjónvarpinu. Hún er einnig formaður Blaðamannafélags Íslands. Í athugasemd á facebook síðu sinni segir Sigríður Dögg hún sé stjórnarmaður en að félagið sé í eigu eiginmanns hennar. Frétt mbl.is byggði á því að félagið hét, þar til í apríl á þessu ári, SDA Ráðgjöf ehf. og Sigríður Dögg skráð sem hluthafi þess. Fyrirsögn og önnur efnisatriði fréttarinnar hafa verið leiðrétt m.t.t. til þessara athugasemda. Beðist er velvirðingar á þessu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka