Innlend netverslun eykst um fjórðung

Íslendingar hafa nýtt sér netverslunartækni betur í búðum.
Íslendingar hafa nýtt sér netverslunartækni betur í búðum. Ljósmynd/Colourbox

Íslendingar virðast nýta sér netverslunartækni betur en nokkurn tímann, en netverslun innanlands eykst um 22.8 prósent milli ára og nemur um 16.14 milljörðum. 

Heildarvelta innanlands nemur 92.15 milljörðum króna og hækkar um 8.4 prósent á milli ára á breytilegu verðlagi.

Samkvæmt Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV) hefur erlend kortavelta einnig hækkað um 8 prósent og nemur 41.45 milljörðum króna og er heildarvelta á landinu því 133.58 milljarðar króna. 

Eyða 59.6 prósent meira í netverslun

Samkvæmt gögnum RSV hafa Íslendingar nýtt sér netverslunartækni betur í búðum og eytt 59,6 prósent meira á milli ára í netverslunarlausnum búðanna, þrátt fyrir að netverslun sé lítill hluti af heildarstærð stórmarkaða og dagvöruverslana. 

Heildarvelta Íslendinga í stórmörkuðum og dagvörubúðum eru 23.6 milljarðar króna og hefur aukist um 21.5 prósent milli ára á breytilegu verðlagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK