Alltaf hörmulegt að heyra af uppsögnum

Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.
Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.

Friðbert Trausta­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja, seg­ir alltaf hörmu­legt að heyra af upp­sögn­um og sér­stak­lega ef þær snúa að þeim sem eldri eru í viðkom­andi fyr­ir­tæki.

Fregn­ir bár­ust af því í gær að á ann­an tug starfs­manna Kviku banka hafi verið sagt upp störf­um en stöðugild­um inn­an Kviku fækkaði um 4%. Auk þess hef­ur bank­inn ákveðið að ráða ekki í all­ar þær stöður sem hafa losnað inn­an sam­stæðunn­ar að und­an­förnu.

„Sam­tök starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja (SSF) er núna að kanna hversu marg­ir fé­lags­menn SSF var sagt upp og bjóða alla aðstoð stétt­ar­fé­lags­ins. Starfs­menn Kviku eru í fleiri en einu stétt­ar­fé­lagi og einnig að hluta utan stétta­fé­laga,“ seg­ir Friðbert í sam­tali við mbl.is.

„Vinna SSF snýr að því að vernda og aðstoða fé­lags­menn sína og bjóða aðstoð fé­lags­ins, meðal ann­ars lög­mann,“ bæt­ir Friðbert við.

Á ekki von á frek­ari upp­sögn­um á næstu miss­er­um

Spurður hvort hann eigi von á frek­ari upp­sögn­um í geir­an­um seg­ir Friðbert;

„Það eru því miður alltaf ein­hverj­ar upp­sagn­ir í fjár­mála­geir­an­um. Þær eru sem bet­ur fer fáar síðasta árið þó allt sé erfitt fyr­ir þá ein­stak­linga sem lenda í upp­sögn­um. Starfs­mönn­um viðskipta­banka og spari­sjóða hef­ur fækkað um 50% frá 2009 til 2023.

Það er líka breyt­ing á störf­um því um það bil 800 af 2.400 starfs­mönn­um viðskipta­bank­anna eru núna starfs­menn í upp­lýs­inga­tækni eins og tölv­un­ar­fræðing­ar, verk­fræðing­ar, stærðfræðing­ar, starfs­menn áhættu­stýr­ing­ar og fleiri.

Eft­ir­sótt­ir starfs­menn á öll­um sviðum viðskipta eins og góðir viðskipta­fræðing­ar, hag­fræðing­ar, lög­fræðing­ar og all­ir þeir sem þjón­ustu viðskipta­vini all­an sól­ar­hring­inn. Ég á ekki von á frek­ari upp­sögn­um í fjár­mála­geir­an­um á næstu miss­er­um,“ seg­ir Friðbert.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK