Nærri 400 milljónir í forsetakosningar í júní

Guðni Th. Jóhannesson var kjörin forseti lýðveldisins Íslands árið 2016 …
Guðni Th. Jóhannesson var kjörin forseti lýðveldisins Íslands árið 2016 og endurkjörin fjórum árum síðar. Ráðgert er að kosið verði til embættis forseta í júní á næsta ári verði fleiri en einn í kjöri. mbl.is/Júlíus

Gert er ráð fyrir 398 milljónum króna á fjárlögum næsta árs til að mæta útgjöldum við næstu forsetakosningar samkvæmt frumvarpi því sem kynnt var í gær.

Ráðgert er að forsetakosningar fari fram 1. júní á næsta ári ef fleiri en einn frambjóðandi verður í kjöri.

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi heyra útgjöld vegna kosninganna undir stjórnsýslu dómsmálaráðuneytis en heildarfjárheimild til hennar er áætluð rúmir 2,2 milljarðar króna og hækkar um tæpar 315 milljónir frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum sem nema rúmum 150 milljónum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka