Óviðunandi óvissa á bílamarkaði

María Jóna segir neytendur þurfa að geta borið saman rekstrarkostnað …
María Jóna segir neytendur þurfa að geta borið saman rekstrarkostnað hreinorkubíla og jarðefnaeldsneytisbíla. mbl.is/Árni Sæberg

María Jóna Magnús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Bíl­greina­sam­bands­ins, seg­ir í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann að skýr­leika vanti í rekstr­ar­um­hverfi bíl­greina á næsta ári.

Hún seg­ir inn­flytj­end­ur öku­tækja þegar byrjaða að panta bíla til af­hend­ing­ar í fe­brú­ar og mars. Óviðun­andi sé að vita ekki hvernig verðleggja megi vör­una.

Í frum­varpi til fjár­laga næsta árs er kveðið á um inn­leiðingu nýs tekju­öfl­un­ar­kerf­is í tveim­ur áföng­um vegna um­ferðar og orku­skipta í formi veggjalda vegna notk­un­ar bif­reiða.

Í fyrri áfanga verður um að ræða kíló­metra­gjald vegna notk­un­ar hrein­orku­bif­reiða á vega­kerf­inu og í þeim síðari vegna bif­reiða sem ganga fyr­ir jarðefna­eldsneyti. Fyrra skref­inu er ætlað að auka tekj­ur rík­is­sjóðs um 7,5 millj­arða árið 2024.

Dregið úr íviln­un­um

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, sagði í kynn­ingu fjár­laga­frum­varps­ins í gær að dregið yrði úr íviln­un­um fyr­ir raf­magns­bíla­e­g­end­ur og kaup­end­ur í frum­varp­inu. Sagði hann aug­ljóst að finna þyrfti nýtt jafn­vægi í gjald­töku af öku­tækj­um og um­ferð.

Meðal íviln­ana sem raf­magns­bif­reiðar hafa notið er mun lægra bif­reiðagjald en hjá þeim bíl­um sem nota jarðefna­eldsneyti. Einnig hafa verið mikl­ar virðis­auka­skatt­sí­viln­an­ir fyr­ir hrein­orku­bíla, sem falla niður í lok þessa árs.

„Svo bæt­ist við að raf­bíl­arnr hafa með engu móti tekið þátt í því að greiða fyr­ir notk­un á vega­kerf­inu,“ sagði Bjarni.

Einnig sagði hann að áfram yrði eft­ir sem áður stuðning­ur til að kaupa sér sér­stak­lega hag­kvæm­ari græna bíla og ódýr­ara verður áfram að eiga og reka raf­magns­bíl.

María Jóna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.
María Jóna Magnús­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Bíl­greina­sam­bands­ins. mbl.is/​Arnþór

Tek­ur und­ir að all­ir þurfi að greiða

„Bíl­greina­sam­bandið tek­ur und­ir að all­ir þurfi að greiða fyr­ir vega­kerfið, en þetta stefnu­leysi og skort­ur á framtíðar­sýn sem er ríkj­andi er hvorki gott fyr­ir bílaum­boð, sem vita ekki sölu­verð á hrein­orku­bíl eft­ir ára­mót, né neyt­end­ur sem eru að fara að kaupa vör­una og þurfa að geta borið sam­an rekstr­ar­kostnað hrein­orku­bíls og jarðefna­eldsneyt­is­bíls,” seg­ir María.

Hún seg­ir virðis­auka­skatt­sí­viln­an­ir á hrein­orku­bíla nema í dag rúm­lega 1,3 m.kr. „Svo hafa verið óljós skila­boð um ein­hverja umb­un varðandi kaup á hrein­orku­bíl, en ekki er skýrt hver hún á að verða eða hvort hún verður í boði,“ seg­ir María að lok­um.

ViðskiptaMogg­inn fylg­ir Morg­un­blaðinu í dag, miðviku­dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK