Umsvif Amaroq Minerals á Suður-Grænlandi hafa reynst lyftistöng í efnahagslegu tilliti og ýtt undir frekari vöxt annarra atvinnugreina á svæðinu. Ef áætlanir þess ganga eftir er uppbyggingin þó bara rétt að hefjast.
Ferðalagið þangað er þó ekki einfalt og fjarlægðin er einmitt ein af helstu áskorunum félagsins. Til að starfrækja vinnubúðir þarf að hugsa langt fram í tímann og panta aðföng með góðum fyrirvara.
Þess utan þarf að taka tillit til veðurfars og annarra þátta. Þessu hefur Eldur Ólafsson kynnst vel á þeim sex árum sem hann hefur leitt starfsemi félagsins á svæðinu. Honum til halds og trausts eru þó margir af reyndustu aðilum heims á sviði námugraftar.
ViðskiptaMogginn heimsótti eina af námum félagsins á svæðinu en þar er nú þegar hafinn gullgröftur. Amaroq heldur á sjö leyfum til vinnslu á fágætismálmum á svæði sem nær yfir tæplega 7.900 ferkílómetra á Suður-Grænlandi.
Ekkert fyrirtæki í heiminum hefur jafnmikinn aðgang að ókönnuðu landi undir málmleit. Þar er ekki aðeins leitað að gulli heldur öðrum málmum á borð við kopar, nikkel og aðra fágætismálma sem nýtast meðal annars í rafhlöður í rafmagnsbíla.
Amaroq er skráð á First North- markaðinn hér á landi en í gær var tilkynnti að beiðni félagsins um flutning yfir á Aðalmarkað hefði verið samþykkt.
Meira í ViðskiptaMogganum sem fylgir Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.