Hálfur áttundi milljarður til orkuskipta 2024

mbl.is/​Hari

Gert er ráð fyrir 7,5 milljörðum króna á fjárlögum næsta árs til orkuskipta samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í gær.

Segir að fjárhæðin verði notuð í margvísleg verkefni svo sem styrki til hreinorkuökutækja, átaksverkefni og til innviðauppbyggingar.

Tímabundin framlög og fjárveitingar falla niður

Um er að ræða tilflutning fjármagns á gjaldahlið ríkissjóðs af tekjuhlið þar sem það var nýtt sem hagrænn hvati í formi ívilnanaafsláttar á virðisaukaskatti vegna innflutnings og kaupa á hreinorkuökutækjum og fleiru.

Tímabundin framlög vegna bílaleigubíla og þungaflutningsbifreiða falla niður en þau námu 1,4 milljörðum.

Þá fellur tímabundin fjárveiting til átaksverkefnis til kaupa á hreinorkuökutækjum bifreiða niður sem nam um einum milljarði króna sem og tímabundið fjármagn til orkuskipta í þungaflutningum að 400 milljónum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK