Spá 7,7% verðbólgu í september

Landsbankinn segir að flugfargjöld til útlanda lækki alla jafna í …
Landsbankinn segir að flugfargjöld til útlanda lækki alla jafna í september og muni hafa mest áhrif til lækkunar gangi spá bankans eftir. Flugfargjöld hafi síðustu mánuði fylgt mjög svipaðri þróun og fyrir ári síðan og gerir bankinn ráð fyrir því að sú þróun haldi áfram. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landsbankinn spáir því að því að vísitala neysluverðs hækki um 0,07% milli mánaða í september og að verðbólga standi í stað og verði áfram 7,7%.

„Útsölulok teygja sig yfirleitt fram í september og munu hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Flugfargjöld til útlanda lækka einnig alla jafna í september og munu hafa mest áhrif til lækkunar gangi spá okkar eftir. Flugfargjöld hafa síðustu mánuði fylgt mjög svipaðri þróun og fyrir ári síðan og við gerum ráð fyrir því að sú þróun haldi áfram. Við spáum því að húsnæðisverð lækki á milli mánaða í september en að áhrif vaxtabreytinga verði til hækkunar,“ að því er segir í Hagsjá bankans. 

Þá kemur fram, að hrif húsnæðis á verðbólgu hafi dregist saman síðustu mánuði. Ágúst hafi veirð fyrsti mánuður síðan apríl 2021 sem húsnæðisliðurinn hafi ekki verið veigamesti hluti verðbólgunnar.

„Síðustu tvo mánuði hefur reiknuð húsaleiga, sem samanstendur af íbúðaverði og verðtryggðum vöxtum, lækkað á milli mánaða. Þar skipti bæði máli að íbúðaverð lækkaði þessa mánuði en einnig að áhrif vaxta til hækkunar drógust örlítið saman. Við gerum áfram ráð fyrir því að íbúðaverð lækki í september, en eftir síðustu vaxtaákvörðun Seðlabankans hafa verðtryggðir vextir hækkað. Við spáum því að reiknuð húsaleiga hækki um 0,3%, þar sem íbúðaverð lækkar um 0,3% en áhrif vaxta verði til hækkunar um 0,6%.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK