Svona lítur gullnáma út

Eldur Ólafsson, forstjóri og stofnandi Amaroq Minerals, fjallar hér í stuttu viðtali um námuvinnslu félagsins á Suður-Grænlandi. Amaroq undirbýr nú vinnslu í gullnámu í Nalunaq. Búið er að bora göng í námunni og undirbúa hana fyrir gullvinnslu.

„Við erum komin á þann stað núna að við erum bæði að bora fyrir meira gulli og erum tilbúin að hefja vinnslu á næsta ári,“ segir Eldur í viðtalinu.

„Þetta er meira en eitt svæði, þetta eru heilu beltin sem við erum að rannsaka,“ bætir hann við.

Amaroq heldur á sjö leyfum til vinnslu á fágætismálmum á svæði sem nær yfir tæplega 7.900 ferkílómetra á Suður-Grænlandi. Einnig var fjallað um starfsemi Amaroq Minerals í ViðskiptaMogganum í vikunni.

Frá gullnámu Amaroq í Nalunaq á Grænlandi. Hér má sjá …
Frá gullnámu Amaroq í Nalunaq á Grænlandi. Hér má sjá það sem kallað er gullæð. Þar er um að ræða um 50 cm lag af bergi sem inniheldur gull sem liggur víða inni í fjallinu. Stefán Einar
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK