Sérstakir skattar á launagreiðslur, hagnað og skuldir auka skattbyrði íslenskra banka um 16,5 milljarða. Upphæðin hækkar upp í 19 milljarða ef bætt er við að bankar, lífeyrissjóðir og aðrar lánastofnanir greiða einnig fyrir rekstur fjármálaeftirlitsins og umboðsmanns skuldara.
Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur SFF, segir skattbyrði íslenska fjármálageirans mun hærri en í samanburðarlöndunum og sérskattarnir skerði samkeppnishæfni greinarinnar.
Þá séu skattarnir, þegar upp er staðið, íþyngjandi fyrir viðskiptavinina rétt eins og fyrir bankana sjálfa.
Meira er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag, mánudag.