Viðskiptavinir fá endurgreitt vegna kerfisvillu

Í fréttatilkynningu biðst Pósturinn velvirðingar á mistökunum sem unnið hefur …
Í fréttatilkynningu biðst Pósturinn velvirðingar á mistökunum sem unnið hefur verið hörðum höndum að því að leiðrétta. Póstinum barst ábending um villuna og brást skjótt við. Ljósmynd/Pósturinn

Viðskiptavinir Póstsins hafa fengið tilkynningu í tölvupósti eða SMS-skilaboðum um endurgreiðslu vegna kerfisvillu í innheimtu á sendingargjaldi á ákveðnum tegundum innfluttra sendinga hjá Póstinum.

Í fréttatilkynningu biðst Pósturinn velvirðingar á mistökunum sem unnið hefur verið hörðum höndum að því að leiðrétta. Póstinum barst ábending um villuna og brást skjótt við.

„Þegar mistökin uppgötvuðust var kerfið strax lagfært til þess að koma í veg fyrir frekari villur. Fara þurfti vel ofan í þessi mál og það hefur tekið tíma að finna upplýsingar um allar sendingar sem tengdust þessari kerfisvillu. Ég vil leggja áherslu á að allir viðskiptavinir sem eiga hlut að máli hafa fengið tilkynningu,“ er haft eftir Gunnari Þór Tómassyni, fjármálastjóra Póstsins.

„Það er forgangsmál að endurgreiða öllum hlutaðeigandi sem fyrst og við biðjum þá afsökunar á þessum mistökum,“ er jafnframt haft eftir Gunnari.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK