Rafbílarnir rjúka nú út

Neytendur flykkjast nú í bílaumboðin til að tryggja sér rafbíl …
Neytendur flykkjast nú í bílaumboðin til að tryggja sér rafbíl áður en þeir hækka um áramótin þegar virðisaukaskattur verður lagður á þá og hver bíll hækkar um 1.320.000 kr. Ljósmynd/Aðsend

Nýskráðir raf-fólksbílar það sem af er ári eru 5.251 eða 40% af heildarsölu fólksbíla. Þeir njóta vaxandi vinsælda og æ fleiri snúa baki við bensín- og dísilbílum.

Neytendur flykkjast nú í bílaumboðin til að tryggja sér rafbíl áður en þeir hækka um áramótin þegar virðisaukaskattur verður lagður á þá og hver bíll hækkar um 1.320.000 kr.

Rafbíll kostar frá 4,5 milljónum króna og upp úr, eftir tegundum og búnaði. Bílaumboðin auglýsa nú rafbíla sem aldrei fyrr.

Gagnrýna stjórnvöld

Framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins (BGS) gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hafa ekki enn sýnt á spilin um mögulegar ívilnunaraðgerðir til mótvægis við álagningu skattsins.

„Við vitum ekki hvaða leið stjórnvöld ætla að fara,“ segir María Jóna Magnúsdóttir. Á meðan er ekki hægt að verðleggja rafbíla sem selja á í upphafi 2024 og eru jafnvel á leiðinni til landsins.

BGS kveður sterkt að orði og segir stjórnvöld senda óljós skilaboð um fyrirætlanir sínar í orkuskiptum. Draga á úr stuðningi við orkuskipti um 57% á gildistíma fjármálaáætlunar til 2028.

Meira í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK