FKA Nýir Íslendingar, félag undir hatti Félags kvenna í atvinnulífinu, hélt á dögunum viðburð í samstarfi við Íslandsbanka. Félagið stendur fyrir fjölda viðburða sem hafa það markmið að efla konur af erlendum uppruna og styrkja tengslanet.
Á fundinum héldu erindi þær Carrin F. Patman sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklinga hjá Íslandsbanka og Tanya Zharov, aðstoðarforstjóri Alvotech.
Fjöldi gesta hlýddi á erindi fyrirlesaranna og boðið var upp á léttar veitingar að þeim loknum.