Hluthafar hafi þrjá möguleika

Reginn gerði yfirtökutilboð í Eik um miðjan júní. Reitir og …
Reginn gerði yfirtökutilboð í Eik um miðjan júní. Reitir og Eik hófu samrunaviðræður 30. júní. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Á hluthafafundi okkar á föstudaginn gáfu hluthafar stjórn félagsins umboð til að halda áfram samningum við Reiti til að búa til þann möguleika fyrir hluthafa að þeir hefðu að lokum val á milli þriggja leiða; að taka yfirtökutilboði Regins, að sameinast Reitum eða að Eik héldi áfram að starfa eitt og sér,“ segir Bjarni K. Þorvarðarson, stjórnarformaður fasteignafélagsins Eikar, í samtali við ViðskiptaMoggann spurður um stöðu mála og framtíð fyrirtækisins.

Eins og mbl.is greindi frá í síðustu viku breytti Reginn valfrjálsu yfirtökutilboði sínu í allt hlutafé Eikar þannig að tilboðsverð fyrir hvern hlut í Eik var hækkað úr 0,452 hlutum í Regin í 0,489 hluti í félaginu. Það þýðir að taki allir hluthafar Eikar hinu breytta tilboði munu þeir fá í endurgjald að hámarki 48% útgefins hlutafjár í Regin í kjölfar viðskipta. Stjórn Eikar lagði fyrir hluthafa að hafna yfirtökutilboði Regins á hluthafafundi á föstudaginn. Að mati stjórnar er hlutfall hluthafa Eikar í Regin samkvæmt tilboðinu ósanngjarnt.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK