Segja hæpnar forsendur fyrir upphafi málsins

Eimskip var í fjárhagskröggum sumarið 2008. Samskip höfðu þá hug …
Eimskip var í fjárhagskröggum sumarið 2008. Samskip höfðu þá hug á að kaupa erlendar eignir af félaginu, en höfðu ekki erindi sem erfiði. Reyndar var forsvarsmönnum Eimskips lítið skemmt yfir tilefni fundarins.

Upphaflegan fund forsvarsmanna Samskipa og Eimskips, sem fram fór í júní 2008 og er nú sagður marka upphaf að ólöglegu samráði flutningafélaganna, má samkvæmt heimildum Morgunblaðsins rekja til þess að upplýsingar um bága fjárhagsstöðu Eimskips höfðu með einhverjum hætti borist forsvarsmönnum Samskipa.

Hluti af þessu hefur komið fram í andmælum Samskipa í aðdraganda þess að Samkeppniseftirlitið lagði 4,2 milljarða króna sekt á félagið fyrr í þessum mánuði.

Þá koma sambærileg sjónarmið fram í andmælum, en ViðskiptaMogginn hefur undir höndum andmælaskjöl félagsins sem lögð voru fram áður en Eimskip tók ákvörðun um að játa samráð og greiða 1,5 milljarða króna sekt sumarið 2021. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á meintu samráði félaganna hafði þá staðið yfir í um áratug.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK