Segja hæpnar forsendur fyrir upphafi málsins

Eimskip var í fjárhagskröggum sumarið 2008. Samskip höfðu þá hug …
Eimskip var í fjárhagskröggum sumarið 2008. Samskip höfðu þá hug á að kaupa erlendar eignir af félaginu, en höfðu ekki erindi sem erfiði. Reyndar var forsvarsmönnum Eimskips lítið skemmt yfir tilefni fundarins.

Upp­haf­leg­an fund for­svars­manna Sam­skipa og Eim­skips, sem fram fór í júní 2008 og er nú sagður marka upp­haf að ólög­legu sam­ráði flutn­inga­fé­lag­anna, má sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins rekja til þess að upp­lýs­ing­ar um bága fjár­hags­stöðu Eim­skips höfðu með ein­hverj­um hætti borist for­svars­mönn­um Sam­skipa.

Hluti af þessu hef­ur komið fram í and­mæl­um Sam­skipa í aðdrag­anda þess að Sam­keppnis­eft­ir­litið lagði 4,2 millj­arða króna sekt á fé­lagið fyrr í þess­um mánuði.

Þá koma sam­bæri­leg sjón­ar­mið fram í and­mæl­um, en ViðskiptaMogg­inn hef­ur und­ir hönd­um and­mæla­skjöl fé­lags­ins sem lögð voru fram áður en Eim­skip tók ákvörðun um að játa sam­ráð og greiða 1,5 millj­arða króna sekt sum­arið 2021. Rann­sókn Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins á meintu sam­ráði fé­lag­anna hafði þá staðið yfir í um ára­tug.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK