Skiptir miklu máli að vera samkeppnishæf

Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Icelandair.
Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Icelandair. Morgunblaðið/Eyþór Árnason

Sylvía Krist­ín Ólafs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar hjá Icelanda­ir, seg­ir í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann að það skipti fé­lagið miklu máli að vera sam­keppn­is­hæft við er­lend flug­fé­lög.

„Við erum í alþjóðlegri sam­keppni og það er ekki bara hag­ur okk­ar að vera sam­keppn­is­hæf held­ur líka hag­ur fólks­ins sem hjá okk­ur starfar,“ seg­ir Sylvía og bæt­ir við að mik­il­vægt sé að hafa í huga að hags­mun­ir fyr­ir­tæk­is­ins og fólks­ins sem hjá því starfar fara sam­an.

„Icelanda­ir er eft­ir­sótt­ur vinnustaður og við vilj­um vera það áfram,“ seg­ir hún og bæt­ir við að mik­il starfs­reynsla og drif­kraft­ur sé fyr­ir hendi hjá Icelanda­ir.

Fá með jafn­há­an starfs­ald­ur

„Það eru ábyggi­lega fá fyr­ir­tæki á Íslandi með jafn­há­an meðal­starfs­ald­ur og hjá Icelanda­ir. Reynsl­an sem starfs­fólkið býr yfir er mjög mik­il. Það sem var eitt af því fyrsta sem ég tók eft­ir þegar ég hóf störf á rekstr­ar­sviði Icelanda­ir var sú mikla reynsla og þekk­ing sem fólkið okk­ar býr yfir. Því má bæta við að það eru oft heilu fjöl­skyld­urn­ar sem starfa hjá okk­ur.“

Sylvía seg­ir að alþjóðleg­ur skort­ur á flug­mönn­um hafi ekki haft áhrif á Icelanda­ir enn sem komið er. Fyr­ir­tækið fái ár­lega marg­ar um­sókn­ir um flug­manns­störf.

„Við vor­um síðast í síðustu viku með kynn­ing­ar­fund fyr­ir fólk sem er áhuga­samt um að verða flug­menn.“

Lestu ít­ar­legt sam­tal við Sylvíu í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK