Vanskil fyrirtækja lítil en áfram mest í ferðaþjónustu

Frá kynningarfundinum í morgun. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri …
Frá kynningarfundinum í morgun. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vanskil útlána til fyrirtækja í ferðaþjónustu nema rétt tæplega 6% og eru það þau fyrirtækjalán sem líklegust eru til að vera í vanskilum, en ef horft er til allra fyrirtækjalána er vanskilahlutfallið 2,27%. Lægst eru vanskilin til fyrirtækja og félaga í landbúnaði, skógarhöggi og fiskveiðum, en þar nemur hlutfallið 0,62% og í heild- og smásölu þar sem hlutfallið er 0,69%.

Þetta er meðal þess sem lesa má úr tölum Seðlabanka Íslands sem birt voru í ritinu Fjármálastöðugleika í dag.

Vanskil hafa almennt verið á nokkurri niðurleið frá því að kórónuveirufaraldurinn kom upp og vanskil ruku upp. Sagði Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika Seðlabankans, á kynningarfundi bankans í dag að það væri aðeins farið að koma fram að vanskilahlutföll væru að færast upp á við, þótt lítið væri. Því væru líkur á að botninum sé náð hvað vanskil varði, bæði hjá heimilum og fyrirtækjum.

graf/Seðlabanki Íslands

Næst hæsta hlutfall vanskila fyrirtækja er í flokknum ýmis stjórnunar- og stoðþjónusta, en þar eru vanskil 3,68% og hafa þau verið á niðurleið síðasta eitt og hálft árið. Í framleiðslu er hlutfallið 3,16% og hefur hækkað aðeins frá fyrsta ársfjórðungi 2022 þegar það náði lágmarki í 2,07%. Vanskil í fasteignastarfsemi eru 2,1% og hafa aðeins sveiflast á síðustu ársfjórðungum, en þó ekki farið yfir 3% frá því í byrjun árs 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK