Ekki fýsilegur fjárfestingarkostur fyrir almenning

Gylfi Magnússon, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.
Gylfi Magnússon, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Ljósmynd/Kristinn Magnússon

Meirihluti stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur var sammála um að beina sölu á Ljósleiðaranum ehf., að fagfjárfestum. Formaður stjórnarinnar segir ekki um að ræða fjárfestingarkost sem eðlilegt sé að beina til almennings. 

Borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur samþykkti í maí að auka hluta­fé Ljós­leiðarans um 3.250 millj­ón­ir króna og bjóða hlut­höf­um til kaups. Um er að ræða lokað útboð sem ein­ung­is er opið hæf­um fjár­fest­um og er stjórn Ljós­leiðarans falið að fram­kvæma og meta vænt­an­leg kauptil­boð. 

Ekki fýsilegur fjárfestingarkostur fyrir almenning 

Gylfi Magnússon, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, segir ýmsar leiðir hafa verið skoðaðar varðandi sölu á Ljósleiðaranum. Að endingu var skýr meirihluti hjá stjórn Orkuveitunni fyrir því að bjóða einungis fagfjárfestum kaup á fyrirtækinu.

„Rökin fyrir því voru meðal annars að því fylgir meiri kostnaður, meira umstang og tekur lengri tíma að bjóða til sölu til almennings, vegna þess að það er mun stífara regluverk sem gildir um það.“

Til viðbótar segir Gylfi að færa megi rök fyrir því að ekki sé um að ræða fjárfestingarkost sem eðlilegt sé að beina til almennings

„Þetta er í fyrsta lagi tiltölulega lítill hluti, enginn sérstök áform um að selja meira og engin áform um skráningu í kauphöll,“ segir hann og því sé frekar um að ræða eðlilegri fjárfestingarkost fyrir fagfjárfesta.

Hann tekur þó fram að fagfjárfestar séu að verulegu leiti að fjárfesta fyrir almenning og nefnir lífeyrissjóðina sem dæmi. „Þá eru það sérfræðingar hjá til dæmis lífeyrissjóðunum, sem leggja mat á fjárfestingarkostinn í stað þess að beina þessu að almenningi.“

 Áfram í eigu almennings 

Þá bendir Gylfi á að Orkuveitan sé í almannaeigu, það er að segja eigu þriggja sveitarfélaga með næstum helming íbúa að baki sér. Almenningur muni þannig áfram eiga mikinn meirihluta í Ljósleiðaranum, óháð því hver kaupi þann hlut sem eigi að selja.

„En ég á nú svo sem von á því að hann fari að verulegu leiti líka til fjárfesta sem tengjast almannahagsmunum,“

Mikið framfaraskref 

Aðspurður segir hann að stjórn Orkuveitunnar muni leggja Ljósleiðaranum línurnar um það hvernig á að meta og raða kauptilboðum. Hann segir stjórn Orkuveitunnar þannig koma til með að hafa mikið að segja um hvaða kauptilboð verði valið.

„Síðan hefur fjármálafyrirtæki verið falið að annast samskipti við fjárfesta og útfærsluna. Þannig að ég held að þetta verði nú allt saman í tiltölulega skýru ferli, með skýrum leikreglum,“ segir hann.

Það liggur fyrir að hlutafjáraukningin mun gera Ljósleiðaranum kleift að eflast allverulega að sögn Gylfa.

„Það mun örugglega skipta töluvert meira máli fyrir almenning, heldur en eignarhaldið á hlutabréfunum, að þessi markaður sé með öflugum keppinautum, bestu tæknina og virki vel,“ segir stjórnarformaðurinn, sem telur söluna vera mikið framfaraskref og því hlakki hann til að fylgjast með uppbyggingunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK