Auglýsingar á Prime Video

Áskrift að Prime Video mun kosta það sama en hægt …
Áskrift að Prime Video mun kosta það sama en hægt verður að greiða aukalega fyrir áskrift án auglýsinga. AFP/Andrew Caballero-Reynolds

Í ársbyrjun 2024 verða auglýsingar á streymisveitu Amazon, Prime Video. 

„Til þess að halda áfram fjárfestingu á spennandi efni og halda áfram að auka langtíma fjárfestingu verða takmarkaðar auglýsingar í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum Prime video frá ársbyrjun 2024,“ sagði í yfirlýsingu Amazon. 

Auglýsingarnar munu fyrst birtast notendum í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og Kanada. Síðar á árinu munu þær síðan birtast notendum í Frakklandi, á Spáni, Ítalíu, Mexíkó og Ástralíu. 

Áskrift að Prime Video mun kosta það sama en hægt verður að greiða aukalega fyrir áskrift án auglýsinga. Sú áskrift mun kosta aukalega 2,99 dollara á mánuði í Bandaríkjunum. 

Streymisveiturnar Netflix og Disney+ hafa nú þegar tilkynnt sérstaka áskriftarleið til að losna við auglýsingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK