66 Norður varar við netsvikum

66 Norður varar við netsvikum.
66 Norður varar við netsvikum. Samsett mynd

Sig­ur­björn Ari Sig­ur­björns­son, yf­ir­maður sta­f­rænn­ar markaðssetn­ing­ar hjá 66 Norður, seg­ir mik­il­vægt að fólk sé á varðbergi gagn­vart svika­hröpp­um á net­inu og sé tor­tryggið á til­boð sem virki of góð til að vera sönn. 

Und­an­farna daga hafa aug­lýs­ing­ar verið í birt­ingu í nafni 66 Norður á sam­fé­lags­miðlin­um Face­book í þeim til­gangi að selja 66°Norður vör­ur á af­slætti sem svo aldrei ber­ast kaup­anda. 

Var­ar við til­boðum sem virka of góð til að vera sönn

„Síðustu 10-12 daga hafa þess­ar aug­lýs­ing­ar verið í birt­ingu á Face­book. Þetta byrj­ar á ensku þar sem verið er að aug­lýsa bruna­út­sölu á vör­un­um okk­ar. Þá er mynd af versl­un okk­ar og vör­um þar sem stend­ur að þurfi að loka versl­un­um.

Síðan er fólk leitt inn á vefsíðu þar sem net­versl­un hef­ur verið sett upp með nokkuð metnaðarfull­um hætti, en þetta er ekki okk­ar vefsíða. En þeir sem þekkja ekki bet­ur myndu kannski hugsa sér gott til glóðar­inn­ar og halda að þeir geti keypt sér vör­ur á góðu verði," seg­ir Sig­ur­björn. 

Hann seg­ir mik­il­vægt að fólk sé gagn­rýnið á þær aug­lýs­ing­ar sem þær sjái. „Almennt ráð til fólks sem sér svona gylli­boð er að vera svo­lítið tor­tryggið og krí­tískt á til­boð sem líta út fyr­ir að vera of góð til að vera sönn. Í svona til­vik­um er oft sett ein­hver tíma­pressa og svo er 90% af­slátt­ur gef­inn og látið líta út fyr­ir að það séu kannski 100 að skoða vör­una í augna­blik­inu.“

Óheppi­leg tíma­setn­ing vegna lag­ers­sölu

Sig­ur­björn seg­ir tíma­setn­ingu netsvik­anna óheppi­lega vegna þess að á morg­un hefj­ist lag­er­sala 66 Norður. Þá sé mik­il­vægt að fólk rugl­ist ekki og falli í gildr­ur svika­hrappa. 

„Það er óheppi­legt að þetta skuli hitta á þenn­an tíma,“ seg­ir Sig­ur­björn.„Lag­er­sal­an hefst á morg­un og við erum að reyna að leggja áherslu á það í okk­ar markaðssam­skipt­um út á við að fólk var­ist sér­stak­lega þess­ar aug­lýs­ing­ar og sé tor­tryggið gagn­vart vef­slóðum eins og 66sale.on­line.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK