66 Norður varar við netsvikum

66 Norður varar við netsvikum.
66 Norður varar við netsvikum. Samsett mynd

Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson, yfirmaður stafrænnar markaðssetningar hjá 66 Norður, segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi gagnvart svikahröppum á netinu og sé tortryggið á tilboð sem virki of góð til að vera sönn. 

Undanfarna daga hafa auglýsingar verið í birtingu í nafni 66 Norður á samfélagsmiðlinum Facebook í þeim tilgangi að selja 66°Norður vörur á afslætti sem svo aldrei berast kaupanda. 

Varar við tilboðum sem virka of góð til að vera sönn

„Síðustu 10-12 daga hafa þessar auglýsingar verið í birtingu á Facebook. Þetta byrjar á ensku þar sem verið er að auglýsa brunaútsölu á vörunum okkar. Þá er mynd af verslun okkar og vörum þar sem stendur að þurfi að loka verslunum.

Síðan er fólk leitt inn á vefsíðu þar sem netverslun hefur verið sett upp með nokkuð metnaðarfullum hætti, en þetta er ekki okkar vefsíða. En þeir sem þekkja ekki betur myndu kannski hugsa sér gott til glóðarinnar og halda að þeir geti keypt sér vörur á góðu verði," segir Sigurbjörn. 

Hann segir mikilvægt að fólk sé gagnrýnið á þær auglýsingar sem þær sjái. „Almennt ráð til fólks sem sér svona gylliboð er að vera svolítið tortryggið og krítískt á tilboð sem líta út fyrir að vera of góð til að vera sönn. Í svona tilvikum er oft sett einhver tímapressa og svo er 90% afsláttur gefinn og látið líta út fyrir að það séu kannski 100 að skoða vöruna í augnablikinu.“

Óheppileg tímasetning vegna lagerssölu

Sigurbjörn segir tímasetningu netsvikanna óheppilega vegna þess að á morgun hefjist lagersala 66 Norður. Þá sé mikilvægt að fólk ruglist ekki og falli í gildrur svikahrappa. 

„Það er óheppilegt að þetta skuli hitta á þennan tíma,“ segir Sigurbjörn.„Lagersalan hefst á morgun og við erum að reyna að leggja áherslu á það í okkar markaðssamskiptum út á við að fólk varist sérstaklega þessar auglýsingar og sé tortryggið gagnvart vefslóðum eins og 66sale.online.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka