Á sama tíma og heimilin tóku verðtryggð lán fyrir tæpa 18 milljarða í ágústmánuði greiddu þau upp óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum fyrir um 14 milljarða króna. Þetta má lesa út úr hagtölum Seðlabankans um bankakerfið sem birtar voru í gær.
Meginþorri nýrra verðtryggðra lána ber þó breytilega vexti, eða lán að verðmæti tæplega 17 milljarðar króna.
Heildaruppgreiðsla á verðtryggðum lánum, að teknu tilliti til nýrra lána sem veitt voru, nam um 7,9 milljörðum króna. Þetta er fimmti mánuðurinn í röð þar sem uppgreiðslan er hærri en veiting nýrra óverðtryggðra lána. Frá miðju ári 2020 hófu heimilin að taka óverðtryggð lán í miklu magni og snemma á árinu 2021 tóku mun fleiri óverðtryggð lán á föstum vöxtum. Í mörgum tilvikum voru þeir vextir fastir til þriggja ára, og munu því koma til endurskoðunar í vor.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag, og þar rætt við Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðing Arion banka, og Björn Berg Gunnarsson, sérfræðing í fjármálum.