Hægt að sækja innkaupakörfuna á afhendingarstöð

Nú er hægt að sækja pantanir frá Heimkaupum á afhendingarstöð …
Nú er hægt að sækja pantanir frá Heimkaupum á afhendingarstöð í Grósku í Vatnsmýri. Fleiri stöðvar verða opnaðar víða á næstunni. Ljósmynd/Birgir Ísleifur

Í vikunni opnuðu Heimkaup á nýjan afhendingarmáta í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Pikkoló. Afhendingarmátinn gerir viðskiptavinum Heimkaupa mögulegt að sækja vörur samdægurs í kældar sjálfsafgreiðslustöðvar Pikkoló.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækjunum tveimur en fyrsta stöð Pikkolo hefur þegar verið opnuð við Grósku í Vatnsmýrinni og á næstu vikum á að opna aðra stöð við Hlemm. Stöðvarnar verða opnar allan sólarhringinn.

Í tilkynningu segir að meginmarkmið Pikkoló sé að auðvelda neytendum að nálgast mat- og dagvörur í nærumhverfi sínu með snjallari og umhverfisvænni hætti. Þetta geri fyrirtækið með því að tengja verslanir á netinu við kældar Pikkoló-stöðvar sem staðsettar verða í nærumhverfi fólks eins og t.d. við stærri vinnustaði, almenningssamgöngur og þétta íbúðakjarna.

Þjónustan dragi úr umferð á háannatíma

Að því er fram kemur í tilkynningunni er hvort tveggja verið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda við dreifingu og bjóða upp á aukinn sveigjanleika í afhendingu með sjálfsafgreiðslustöðvum Pikkoló. Stöðvarnar byggjast alfarið á íslensku hugverki, hönnun og umhverfisvænni framleiðslu.

Mikill vöxtur hefur verið á matvöru í netsölu. Segir í tilkynningunni að ef sala eykst með sama hætti hér á landi og hún hefur gert í nágrannalöndum okkar megi ætla að heimsendingar á dag verði um 6-8 þúsund á höfuðborgarsvæðinu, sem kallar á aukna umferð á háannatíma.

Með því að auka þjónustu í nærumhverfi fólks er hægt að draga úr þeirri umferð sem er hluti af markmiði samstarfsins á milli Heimkaupa og Pikkoló.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK