Samskip krefja Eimskip um bætur

Í kærunni er fullyrt að rannsókn og ákvörðun SKE sé …
Í kærunni er fullyrt að rannsókn og ákvörðun SKE sé fordæmalaus fyrir margar sakir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sam­skip hafa falið Mörk­inni lög­manns­stofu að sækja bæt­ur á hend­ur Eim­skipi vegna ólög­mætra og sak­næmra at­hafna fé­lags­ins gagn­vart Sam­skip­um.

Í til­kynn­ingu frá Sam­skip­um seg­ir að Eim­skip hafi í sátt við Sam­keppnis­eft­ir­litið (SKE) lýst því yfir að fé­lagið hafi átt í sam­ráði við Sam­skip sem efnt hafi verið til á fundi 6. júní 2008 og í fram­haldi þess fund­ar.

„Þessi yf­ir­lýs­ing fé­lags­ins er röng og með öllu til­hæfu­laus. Þá er það að sama skapi full­kom­lega rangt að fé­lög­in hafi átt í sam­ráði um breyt­ing­ar á flutn­inga­kerfi, gert með sér sam­komu­lag um skipt­ingu markaða, um álagn­ingu gjalda eða um af­slátt­ar­kjör,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Um sé að ræða mjög al­var­lega at­lögu að Sam­skip­um enda hafi Eim­skip með þessu rang­lega sakað fé­lagið, sem og nú­ver­andi og fyrr­ver­andi starfs­menn fé­lags­ins og Eim­skips, um ólög­mæta og eft­ir at­vik­um refsi­verða hátt­semi.

Sent for­stjór­an­um kröfu­bréf

„Rang­ar sak­argift­ir af þess­um toga eru ólög­mæt­ar og þær geta einnig verið refsi­verðar fyr­ir þann sem í hlut á. Í þessu til­viki var þeim beint að helsta keppi­nauti Eim­skips og voru aug­ljós­lega til þess falln­ar að valda búsifj­um í rekstri fé­lags­ins og hafa óeðli­leg áhrif á sam­keppn­is­stöðu fé­lag­anna, Sam­skip­um til tjóns,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Lög­menn Sam­skipa hafi sent for­stjóra Eim­skips kröfu­bréf vegna fram­an­greinds þar sem þess sé einnig óskað að upp­lýst verði hvaða stjórn­end­ur eða stjórn­ar­menn hafi komið að ákvörðun um að und­ir­gang­ast sátt­ina við SKE og veita stjórn­vald­inu með því rang­ar upp­lýs­ing­ar.

Ákvörðunin efn­is­lega röng

„Jafn­framt hafa Sam­skip í dag skilað inn til áfrýj­un­ar­nefnd­ar sam­keppn­is­mála kæru vegna ákvörðunar SKE frá 31. ág­úst síðastliðnum um að leggja á Sam­skip 4,2 millj­arða króna sekt fyr­ir þátt­töku í meintu sam­ráði við Eim­skip. Farið er fram á að ákvörðun SKE verði felld úr gildi og að réttaráhrif­um henn­ar verði frestað á meðan málið er til meðferðar hjá áfrýj­un­ar­nefnd­inni.“

Haft er eft­ir Herði Fel­ix Harðar­syni, lög­manni Sam­skipa, að þau gagn­rýni harðlega ákvörðun SKE enda sé hún efn­is­lega röng. Öll málsmeðferðin sé í brýnni and­stöðu við ákvæði sam­keppn­islaga, sönn­un­ar­regl­ur og fjöl­marg­ar grund­vall­ar­regl­ur stjórn­skip­un­ar- og stjórn­sýslu­rétt­ar­ins.

„Fé­lagið tel­ur ljóst að fella verði hina kærðu ákvörðun úr gildi í heild sinni vegna þess­ara al­var­legu ann­marka sem leitt hafi til end­ur­tek­inna rangra og hald­lausra álykt­ana stofn­un­ar­inn­ar,“ er haft eft­ir Herði.

For­dæma­laus fyr­ir marg­ar sak­ir

Í kær­unni er full­yrt að rann­sókn og ákvörðun SKE sé for­dæma­laus fyr­ir marg­ar sak­ir.

„Þær kenn­ing­ar og álykt­an­ir sem sett­ar eru fram í ákvörðun SKE séu í grund­vall­ar­atriðum án tengsla við gögn máls­ins og raun­veru­leg at­vik í rekstri skipa­fé­lag­anna sem sökuð séu um sam­ráð.

Þá hafi SKE end­ur­tekið mis­farið með efni gagna og horft fram hjá sönn­un­ar­gögn­um og rétt­mæt­um skýr­ing­um Sam­skipa og Eim­skips sem ekki hafi fallið að kenn­ing­um stofn­un­ar­inn­ar. Þá er með sektar­fjár­hæðinni farið gegn fjöl­mörg­um rétt­ar­regl­um og ljóst að til grund­vall­ar þeirri ákvörðun liggja eng­in mál­efna­leg sjón­ar­mið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK