Kvika banki vill selja TM

Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku.
Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórn Kviku banka hef­ur tekið ákvörðun um að hefja und­ir­bún­ing að sölu eða skrán­ingu TM á markað.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Kviku banka nú í kvöld, en ákvörðunin er sögð hluti af stefnu­mót­un­ar­vinnu bank­ans og hluti af framtíðar­sýn Kviku þar sem lögð verði áhersla á að ein­falda rekst­ur sam­stæðunn­ar og styrkja hefðbundna banka­starf­semi í sam­ræmi við mark­mið bank­ans um að auka sam­keppni og ein­falda fjár­mál viðskipta­vina.

Þá kem­ur fram að gert sé ráð fyr­ir að eft­ir sölu eða skrán­ingu TM verði meg­in­starf­semi Kviku á sviði viðskipta- og fjár­fest­inga­banka­starf­semi auk eign­a­stýr­ing­ar. Einnig er bú­ist við því að eig­in­fjárstaða Kviku styrk­ist veru­lega þegar af sölu eða skrán­ingu TM verður, sem geri bank­an­um kleift að styðja við innri vaxt­ar­tæki­færi hans á öll­um sviðum. Enn frem­ur er stefnt að því að um­tals­verður hluti sölu­and­virðis verði greidd­ur til hlut­hafa í formi arðgreiðslu og/​eða end­ur­kaupa á eig­in bréf­um.

Á næstu vik­um mun bank­inn ráða ráðgjafa og ákv­arða næstu skref, en áætlan­ir gera ráð fyr­ir að sölu eða skrán­ingu TM verði lokið á síðari hluta næsta árs.

„Með sölu eða skrán­ingu á TM er ætl­un­in að Kvika geti sótt enn frek­ar fram og aukið markaðshlut­deild sína á öll­um tekju­sviðum bank­ans. Rekst­ur og skipu­lag bank­ans verður ein­fald­ara, tekju­mynd­un stöðugri, arðsemi betri og framtíðar­vaxta­tæki­færi meiri,“ seg­ir Ármann Þor­valds­son, for­stjóri Kviku, í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK