Eina landið sem brást við með launahækkunum

Seðlabankastjóri segist vona að vaxtahækkanaferli bankans sé nú lokið. Aftur á móti sé bankinn viðbúinn því að þurfa að grípa enn frekar inn í ef óvænt þróun verður, ekki síst á vinnumarkaði.

Nú gerðu greiningaraðilar allir ráð fyrir því að bankinn myndi hækka vexti nú. Er þessi ákvörðun í morgun til marks um að vaxtahækkunarferlinu sé lokið?

„Ég vona það besta en við erum viðbúin hinu versta. Vonandi er lag núna en við erum líka viðbúin því að þurfa að gera meira og ef eitthvað annað gerist þá þurfum við að bregðast við.“

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundinum í morgun.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundinum í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Næstu kjarasamningar áhyggjuefni

Hvað er það sem gæti ógnað þessari sögu, horfið þið frekar til fjárlaganna eða vinnumarkaðarins í því?

„Fjárlögin liggja núna fyrir, nokkurn veginn...“

En þau eiga eftir að fara í meðferð þingsins...

„Já ég en ég held að það sé ekki beinlínis. Það eru næstu kjarasamningar. Þeir eru ákveðið áhyggjuefni. Síðustu kjarasamningar fóru náttúrulega ekki nógu vel. Miklar hækkanir.“

Hversu mikinn þátt eiga þeir samningar í þeirri verðbólgu sem við erum nú að kljást við?

„Það er erfitt að meta það en þeir eiga stóran þátt í því að verðbólga gekk ekki niður á fyrri hluta þessa árs eins og við höfðum spáð. Þessi verðbólga var að koma utan að einhverju leyti en það sem gerðist í síðustu kjarasamningum var að launin voru hækkuð um 7-10%.

Nú var verðbólga mjög svipuð í eiginlega öllum löndum í Evrópu á síðasta ári. Og þetta er eiginlega eina landið í Evrópu þar sem brugðist var við verðbólgunni með svona miklum launahækkunum og þekkist ekki annars staðar. Og þannig náðist að halda kaupmætti stöðugum á fyrri hluta ársins en hann hefur náttúrulega gefið eftir á þessu ári, sem er í sjálfu sér alveg týpískt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK