Stærsti ársfjórðungur í sögu Icelandair

Flugvél Icelandair.
Flugvél Icelandair. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Icelandair flutti 416 þúsund farþega í september, sem er 8% meira en í sama mánuði í fyrra.

Það sem af er ári hefur félagið flutt um 3,4 milljónir farþega, eða 19% fleiri en yfir sama tímabil í fyrra, að því er segir í tilkynningu.

Farþegar til Íslands voru 175 þúsund, frá Íslandi 49 þúsund, 169 þúsund ferðuðust um Ísland og innan Íslands voru farþegar 23 þúsund.

Sætanýting var 82,7% og einingatekjur héldu áfram að styrkjast. Stundvísi var 81%, sem er 10 prósentustiga aukning frá fyrra ári.

Ánægjulegt að sjá heilbrigðan vöxt

„Það er ánægjulegt að sjá heilbrigðan vöxt í farþegafjölda á milli ára og áframhaldandi styrkingu einingatekna nú þegar þriðja ársfjórðungi lýkur en hann var stærsti fjórðungur í sögu Icelandair þegar litið er til fjölda flugferða,” segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilkynningunni.

„Ég vil þakka starfsfólki okkar fyrir frábært starf yfir sumarmánuðina og þann árangur sem þau hafa náð. Til marks um það hefur félagið nýlega hlotið tvenn verðlaun fyrir framúrskarandi þjónustu. Í september hlutum við nafnbótina fimm stjörnu flugfélag á APEX verðlaununum og í þessari viku unnum við dönsku ferðaþjónustuverðlaunin í flokki flugfélaga. Við erum mjög stolt af þessum viðurkenningum og þakklát okkar traustu viðskiptavinum fyrir að halda áfram að velja Icelandair,” bætir hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK