Beint: Haustfundur Landsvirkjunar

Haustfundur Landsvirkjunar fer fram á Hilton Reykjavik Nordica við Suðurlandsbraut í dag. En fundurinn ber yfirskriftina Leyfum okkur græna framtíð.

Fundurinn hefst kl. 9 og hægt verður að fylgjast með honum í beinu streymi hér fyrir neðan. 

Á fundinum verður fjallað um allt það helsta í þróun orkumála á Íslandi. Að þessu sinni verður sjónum m.a. beint að broguðu leyfisveitingaferli, raforkueftirspurn næstu áratugina, orkuskiptum og áhrifum fullselds raforkukerfis.

Dagskráin er eftirfarandi:

  • Ávarp
    Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra

  • Vinnur tíminn með okkur? Um leyfisveitingaferli virkjana
    Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis

  • Þegar orkan er uppseld - áskoranir og tækifæri
    Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri Vatnsafls

  • Orkuskiptasýn til 2035
    Sveinbjörn Finnsson, forstöðumaður verkefnaþróunar

  • Okkar sýn á raforkueftirspurn til 2035
    Jónas Hlynur Hallgrímsson, sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða

Þátttakendur í pallborðsumræðum:

  • Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
  • Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri
  • Hörður Arnarson forstjóri

Fundarstjóri:

  • Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta

Nánar um dagskrána.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK