Birkir Karl Sigurðsson hefur tekið við sem forstöðumaður Viðskiptaþróunar hjá Heimkaup.
Birkir Karl kemur til Heimkaupa frá Samskipum þar sem hann var viðskiptastjóri í útflutningi en áður starfaði hann hjá Arion banka sem viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði í fimm ár. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Hann er með BS gráðu í fjármálaverkfræði frá Háskóla Reykjavíkur og hefur lokið prófi í verðbréfamiðlun, en hann leggur nú stund við MBA nám við Háskóla Íslands samhliða vinnu.