Samkeppniseftirlitið (SKE) hefur heimilað fjarskiptafélaginu Sýn hf. að kaupa upplýsingaveituna Já.is og eignarhaldsfélagið Njálu ehf. samkvæmt frétt sem birt var á heimasíðu SKE. Kaup Sýnar eru þó háð ákveðnum skilyrðum.
Samkvæmt tilkynningu SKE vegna málsins mun rannsókn sem SKE lagðist í vegna kaupanna hafa leitt í ljós að staða Já.is á markaði fyrir aðgengi að gagnagrunni, væri sterk og gæti styrkst með samruna við Sýn hf. Einnig gaf rannsóknin til kynna, að mati SKE, að sú staða, verði Sýn eigandi Já.is sem er mikilvægur viðskipta- og þjónustuaðili fyrir bæði Já og helsta keppinauta þess, gæti haft skaðleg samkeppnisleg áhrif. SKE áréttar einnig að það gætu verið aðstæður þar sem viðkvæmum viðskiptaupplýsingum um viðskiptavini annarra fjarskiptafyrirtækja gæti verið miðlað til Sýnar.
Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.