Komust að samkomulagi um möguleg kaup á Heimstaden

Heimstaden á um 1.600 íbúðir hér á landi sem eru …
Heimstaden á um 1.600 íbúðir hér á landi sem eru allar í langtímaleigu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stefnir og Fredensborg AS eigandi Heimstaden ehf. hafa komist að samkomulagi um möguleg kaup sjóðs á vegum Stefnis á öllu hlutafé í Heimstaden á Íslandi.

Kaupin eru þó m.a. háð áreiðanleikakönnun og samþykki endanlegra kaupenda, sem verða eingöngu innlendir lífeyrissjóðir.

Heimstaden á fjölda íbúða hér á landi sem eru í langtímaleigu. Telja þær um 1.600.

Í tilkynningu Heimstaden segir að markmið kaupanna sé að reka sjálfbært leigufélag sem hafi burði til að styðja við nauðsynlega íbúðauppbyggingu á næstu árum og með því styrkja leigumarkaðinn hér á landi. 

„Sérstakur sjóður eða félag í rekstri Stefnis mun fara með eignarhald félagsins og fjármagna starfsemina með eiginfjárframlagi og lánsfjármögnun. Félaginu yrði skipuð sjálfstæð stjórn sem fær það mikilvæga verkefni að byggja enn frekar ofan á þann góða árangur sem hefur náðst og þannig skapa raunhæfan langtímavalkost á íslenskum húsnæðismarkaði.“

Heimstaden átti áður í viðræðum við lífeyrissjóði hér á landi um kaup á félaginu en ekkert varð af þeim kaupum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK