Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, segir austurálmuna stærstu framkvæmd í sögu Isavia. Spurður hvernig Isavia verðmeti flugstöðina þegar austurálman verður tilbúin segir Guðmundur Daði að flugvellir séu oft metnir fremur út frá EBITDA en stofnverðinu.
„Endurstofnverð flugvallarins er hins vegar væntanlega í kringum 240 milljarðar. Það er einn mælikvarði,“ segir Guðmundur Daði.
Fjallað er um uppbyggingu austurálmunnar í Morgunblaðinu í dag og hugmyndir um fluglest.
Árni Freyr Stefánsson, skrifstofustjóri á samgönguskrifstofu innviðaráðuneytisins, segir áformað að efla samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli.