Forstjóri Sýnar lætur af störfum

Yngvi Halldórsson, fyrrverandi forstjóri Sýnar.
Yngvi Halldórsson, fyrrverandi forstjóri Sýnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórn Sýnar og Yngvi Halldórsson forstjóri hafa í dag gert samkomulag um starfslok forstjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Viðræður um starfslokin áttu sér stað að frumkvæði Yngva, að því er fram kemur í tilkynningunni.

Páll Ásgrímsson, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs, tekur við forstjórastarfinu tímabundið þangað til búið er að ganga frá ráðningu nýs forstjóra. Ráðningarferlið er þegar hafið.

„Við þökkum Yngva fyrir hans framlag til félagsins og óskum honum velfarnaðar. Um leið erum við lánsöm að geta leitað til Páls Ásgrímssonar um að leiða félagið tímabundið. Hann hefur fullt traust stjórnar til að leiða félagið þar til nýr fastráðinn forstjóri tekur til starfa,“ er haft eftir Jóni Skaftasyni, stjórnarformanni Sýnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK