Viðskipti við Play undir milljón

Þingmenn flúga mun oftar með Icelandair en Play í opinberum …
Þingmenn flúga mun oftar með Icelandair en Play í opinberum erindagjörðum. Samsett mynd/Hörður/Eggert/Hari

Viðskipti Alþingis við Icelandair eru umtalsvert meiri en við flugfélagið Play. Þannig námu útgjöld Alþingis til flugmiðakaupa af Icelandair á síðasta ári 20,9 milljónum króna samanborið við rúmlega 500 þúsund krónur til miðakaupa af Play.

Þá eru ótaldar tæpar 560 þúsund krónur sem greiddar voru fyrir ferðir í gegnum Vita, ferðaskrifstofu Icelandair. Voru viðskipti Alþingis við Icelandair vegna flugmiðakaupa því ríflega fjörutíufalt meiri en við Play á síðasta ári.

Þetta kemur fram í skriflegu svari skrifstofu Alþingis við fyrirspurn Morgunblaðsins um viðskipti Alþingis við íslensku flugfélögin. 

Frá janúar og fram í september á þessu ári keypti Alþingi flugmiða af Icelandair fyrir tæpar sjö milljónir króna og af Vita fyrir fjórar milljónir króna, samanlagt um 11 milljónir. Flugmiðakaup af Play nema einungis tæpum 300 þúsund krónum.

Í svarinu segir að Alþingi nýti rammasamning Ríkiskaupa við Icelandair og Play við kaup á flugmiðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK