Arðsemi sú sjötta lægsta innan EES

Arðsemi eigin fjár íslenskra banka er nú sjötta lægsta af 30 ríkjum á EES-svæðinu, samkvæmt nýjum tölum frá evrópska bankaeftirlitinu EBA. Meðalarðsemi bankakerfa á EES-svæðinu var á öðrum fjórðungi þessa árs 15,9 prósent. Hún var hæst í Ungverjalandi, 28,7 prósent, 12 prósent á Íslandi en lægst í Þýskalandi, 6,8 prósent.

Í samantekt EBA kemur meðal annars fram að aukin arðsemi í Evrópu sé helst drifin áfram af auknum vaxtatekjum. Ísland, ásamt Belgíu, er þriðja lægst í Evrópu þegar kemur að vexti í vaxtatekjum milli ára og lægst þeirra landa þar sem aukning er á vaxtatekjum.

Kort/mbl.is

ViðskiptaMogginn fjallaði í ágúst sl. um arðsemi eigin fjár í íslenska bankakerfinu á fyrsta fjórðungi þessa árs. Arðsemin hér á landi á fjórðungnum var 12,1 prósent og meðalarðsemi bankakerfa innan EES var 14,7 prósent.

Eins og áður hefur komið fram hefur arðsemi bankanna á Íslandi verið undir því sem viðgengst í atvinnulífinu almennt hér á landi undanfarin ár. Þá greiða íslensku bankarnir hærri skatta en viðgengst í nágrannalöndum Íslands og samanburðarhæft eiginfjárhlutfall íslenska bankakerfisins er það hæsta í Evrópu.

Nánari umfjöllun er að finna í ViðskiptaMogganum sem kom út í dag. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK