Ríkissjóður hefur á liðnum fjórum árum lagt Íslandspósti til rúma þrjá milljarða króna, bæði með því að breyta skuldum í hlutafé og á liðnum þremur árum um 1,7 milljarða vegna alþjónustubyrðar sem ríkisfyrirtækið sinnir.
Ekki liggur fyrir hver kostnaður ríkisins vegna alþjónustubyrðar verður í ár, en það er í höndum Byggðastofnunar að reikna það út. Kostnaður ríkisins nam í fyrra um 665 milljónum króna og hækkaði um 100 milljónir á milli ára.
Samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans hafa þó nokkrir þingmenn sett spurningarmerki við þær forsendur sem liggja að baki útreikningum Byggðastofnunar. Það skýrist meðal annars af því að Íslandspóstur veiti nú þjónustu fimm daga vikunnar á pakkasendingum á allflesta þéttbýlisstaði landsins. Sú þjónusta er veitt á markaðsforsendum. Aftur á móti greiðir ríkið fyrir alþjónustubyrði, sem gerir ráð fyrir þjónustu tvo daga vikunnar.
Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Viðskiptablaði Morgunblaðsins.