Sala á rafbílum mun gefa eftir

Bílar á ferðinni í Reykjavík.
Bílar á ferðinni í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Brynjar Elefsen Óskarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá BL, telur að draga muni úr sölu rafbíla á næsta ári þegar nýtt kerfi ívilnana tekur gildi. Bílar séu enda verðteygin vara.

Til stendur að afnema endurgreiðslu á virðisaukaskatti á rafbíla, allt að 1.320 þúsundum, en bjóða í staðinn allt að 900 þúsund króna styrk til einstaklinga við kaup á rafbílum. Máli sínu til stuðnings bendir Brynjar á samdrátt í sölu tengiltvinnbíla eftir að ívilnun virðisaukaskatts féll úr gildi í fyrra og 5% vörugjöld voru lögð á í byrjun árs.

Helmingi minni sala

Alls seldust 5.100 tengiltvinnbílar í fyrra en í ár hafa selst ríflega 2.100 slíkir bílar. Stefnir því í helmingi minni sölu. „Það jákvæða er að salan fór yfir í rafbíla. Samanlögð hlutdeild rafbíla og tengiltvinnbíla hefur þó staðið í stað síðustu tvö ár en þeir eru tveir bestu kostirnir til að ná umhverfismarkmiðum.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK