Kanadíska flugfélagið WestJet hefur hlotið leyfi frá flugmálastofnun Kanada til þess að fljúga beint til Íslands.
Kanadabúar hafa hingað til einungis getað flogið beint til Íslands með Icelandair og Play.
Icelandair býður upp á beint flug frá bæði Toronto og Vancouver, en Play býður upp á beint flug frá Toronto.
Ekki kemur fram í leyfinu hvernig WestJet, sem er næststærsta flugfélag Kanada, hyggst haga flugi til Íslands eða hvenær flugferðir munu hefjast.