Frosti hættir sem framkvæmdastjóri Olís

Frosti Ólafsson tók við sem framkvæmdastjóri Olís árið 2021.
Frosti Ólafsson tók við sem framkvæmdastjóri Olís árið 2021. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís, hefur óskað eftir því að láta af störfum frá og með næstu áramótum. Frosti kemur til með að hefja störf hjá alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey & Company á þeim tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Högum, móðurfélagi Olís, til Kauphallarinnar.

Ingunn Svala Leifsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Olís og tekur við hlutverkinu um næstu áramót.

Ingunn starfaði síðast sem framkvæmdastjóri rekstrar hjá Dohop og þar á undan var hún framkvæmdastjóri rekstrar hjá Háskólanum í Reykjavík. Ingunn situr í stjórnum Kviku banka og Ósa hf.

Ingunn Svala Leifsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Olís.
Ingunn Svala Leifsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Olís. Ljósmynd/Olís

Frosta eru þakkað fyrir starf sitt í tilkynningunni og Ingunn boðin velkomin. „Það er ánægjuefni að geta tilkynnt um ráðningu Ingunnar Svölu Leifsdóttur í starf framkvæmdastjóra Olís frá næstu áramótum. Ingunn býr að víðtækri reynslu sem stjórnandi og stjórnarmaður í íslensku atvinnulífi sem ég er sannfærður um að muni nýtast vel til að fylgja eftir árangursríku umbótastarfi síðustu missera, í samstarfi við öflugan hóp starfsfólks Olís.  Það eru spennandi tímar framundan hjá Olís þar sem saman fer áframhaldandi aðlögun rekstrar að breyttum neysluvenjum á eldsneytismarkaði og uppbygging þjónustuframboðs á smásölu- og fyrirtækjamarkaði," er haft eftir Finni Oddssyni, forstjóra Haga.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka