Engin röskun hjá BaseParking

Flugstöðin stækkar. Ný austurálma flugstöðvarinnar sem var opnuð í sumar
Flugstöðin stækkar. Ný austurálma flugstöðvarinnar sem var opnuð í sumar Eggert Jóhannesson

Enginn röskun verður á starfsemi BaseParking við flugstöðina í Keflavík, þrátt fyrir að framkvæmdir standi þar nú yfir.

Þetta segir Ómar Hjaltason, eigandi BaseParking í samtali við Morgunblaðið. Í gær var greint frá því að svokölluð brottfararenna við flugstöðina verður lokuð í næstu viku vegna framkvæmda við gönguþverun. 

Taka á móti bílum viðskiptavina á skammtímastæðinu

BaseParking hefur í nokkur ár boðið upp á lagningarþjónustu við flugstöðina. Viðskiptavinir félagsins hafa fram til þess ekið bílum sínum upp að fyrrnefndri brottfararennu þar sem starfsmenn BaseParking hafa tekið við þeim.

„Við munum, þá daga sem um ræðir, taka á móti bílum viðskiptavina á skammtímastæðinu fyrir brottfarir, þannig að viðskiptavinir finna ekki mikinn mun á þjónustu,“ segir Ómar.

„Flugvöllurinn stækkar hratt og það er eðlilegt að svæðið í kringum flugstöðina taki breytingum með tímanum. Þegar svona framkvæmdir standa yfir þurfum við bara að aðlaga okkur að því. Við erum ýmsu vön þegar kemur að þessari þjónustu.“

Margir íslendingar á faraldsfæti

Spurður um að hvernig sumarið hafi gengið segir Ómar að töluvert hafi verið að gera hjá BaseParking í sumar enda séu margir Íslendingar á faraldsfæti. Hann segir jafnframt að töluvert sé bókað hjá fyrirtækinu nú á haustmánuðum.

„Fólk er byrjað að bóka þjónustu fyrir jól og áramót. Það er ekki bara vinsæll tími til að fara erlendis heldur nýtir fólk tækifærið til að láta geyma bíla sína, þrífa þá, smyrja og svo framvegis. Miðað við þær bókanir sem er nú þegar komnar má búast við aukningu í ár,“ segir Ómar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK