Alþjóðleg klasaráðstefna fer fram hér á landi

Ásta K. Sigurjónsdóttir, Rósbjörg Jónsdóttir, Þórdís Alda Þórðardóttir frá Fjártækniklasanum …
Ásta K. Sigurjónsdóttir, Rósbjörg Jónsdóttir, Þórdís Alda Þórðardóttir frá Fjártækniklasanum og Alexandra Leeper frá Sjávarklasanum. Árni Sæberg

Klasar eru hreyfiafl nýsköpunar og geta hraðað verulega breytingum þvert á atvinnugreinar.

Þetta segir Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.

„Í grunninn efla klasar samkeppnishæfni og verðmætasköpun. Þau fyrirtæki sem taka þátt í klasastarfsemi eru nánast undantekningarlaust samfélagslega ábyrg og hugsa um heildina, ekki bara um eigin hag,“ bætir Ásta við.

Rósbjörg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska orkuklasans, segir að það skipti höfuðmáli í klasasamstarfi að það ríki samkeppni meðal aðildarfélaga.

„Í klasastarfsemi leggja allir sitt lóð á vogarskálarnar til þess að flýta fyrir heildarávinningi greinarinnar og leitað er að lausnum sem greinin og samfélagið nýtur góðs af,“ segir Rósbjörg.

Alþjóðleg ráðstefna hér á landi

Dagana 7.-9. nóvember mun fara fram alþjóðleg klasaráðstefna hér á landi á Hilton Reykjavík sem ber heitið New Landscapes in the Cluster Development. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðstefnan er haldin hér á landi en í 26. sinn sem hún fer fram.

Eigandi ráðstefnunnar er alþjóðlegu klasasamtökin TCI (The Competitiveness Institute). Ásta Kristín sem jafnframt situr í stjórn TCI leiðir framkvæmd ráðstefnunnar fyrir hönd gestgjafanna sem auk Íslenska ferðaklasans eru Orkuklasinn, Sjávarklasinn og Fjártækniklasinn í samstarfi við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið. En auk ráðuneytisins koma fjölmargir samstarfsaðilar að verkefninu.

Ásta og Rósbjörg segja að það hafi mikla þýðingu fyrir íslenskt atvinnulíf að ráðstefnan sé haldin hér á landi í ár.

„Við viljum að heimurinn geti lært af því hvernig við gerum hlutina hér á Íslandi en meginþemu ráðstefnunnar tengjast öll styrkleikum íslensks atvinnulífs en þau eru orka, tækni og hugvit, bláa hagkerfið og ferðaþjónustan. Við teljum okkur vera með gott hlaðborð af tækifærum hér á landi,“ segir Ásta.

Rósbjörg bætir við að þverfagleg nálgun leiki lykilhlutverk þegar kemur að klasasamstarfi og að langtímahugsunin sé mikilvæg.

„Hugmyndafræðin með klösum byggist á því að enginn sé eyland og að fyrirtæki ættu að vinna saman því það er enginn sterkari en veikasti hlekkurinn,“ segir Rósbjörg.

Nánar var fjallað um málið í Morgunblaðinu í gær, fimmtudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK