Allt að 7.000 milljarða skuld og greiðslustöðvun

Virði hlutabréfa í WeWork hafa fallið um 99% á þessu …
Virði hlutabréfa í WeWork hafa fallið um 99% á þessu ári en fjárfestar höfðu verðmetið fyrirtækið á um 47 milljarða dollara árið 2019. AFP/Stan Honda

WeWork Inc. hef­ur óskað eft­ir gjaldþrota­skipt­um og greiðslu­stöðvun und­ir 11. kafla banda­rísku gjaldþrota­lag­anna.

Fyr­ir­tækið var stofnað árið 2010 og starfar á yfir 700 stöðum um all­an heim. Fyr­ir­tækið út­veg­ar vinnusvæði fyr­ir fólk, allt frá ein­yrkj­um og til starfs­fólks sumra af stærstu fyr­ir­tækj­um heims. Um 730 þúsund manns hafa nýtt sér þjón­ustu fyr­ir­tæk­is­ins.

Hug­mynda­fræðin snýr ekki síst að því að fólk geti átt fær­an­leg­an vinnustað út um all­an heim.

Fyrirtækið var stofnað árið 2010 og starfar á yfir 700 …
Fyr­ir­tækið var stofnað árið 2010 og starfar á yfir 700 stöðum um all­an heim. Fyr­ir­tækið út­veg­ar vinnusvæði fyr­ir fólk, allt frá ein­yrkj­um og til stærstu starfs­fólks sumra af stærstu fyr­ir­tækj­um heims. Um 730 þúsund manns hafa nýtt sér þjón­ustu fyr­ir­tæk­is­ins. AFP/​Pat­rick T. Fallon

Heims­far­ald­ur­inn hafði mik­il áhrif

Í lok síðasta árs hafði WeWork yfir að ráða um fjór­um millj­ón­um fer­metra af vinnusvæði en þar af voru tæp­ar tvær millj­ón­ir fer­metra í Banda­ríkj­un­um og Kan­ada.

Meðal ann­ars fór heims­far­ald­ur­inn mjög illa með starf­semi WeWork.

Skuld­ir fyr­ir­tæk­is­ins nema á bil­inu 10 millj­örðum til 50 millj­arða doll­ara eða sem jafn­gild­ir um 1.400 millj­örðum til 7 þúsund millj­arða króna sam­kvæmt beiðni þess um gjaldþrota­skipt­in.

Virði hluta­bréfa fallið um 99% 

Gjaldþrota­skipta­beiðnin hef­ur ekki áhrif á starf­semi WeWork utan Norður-Am­er­íku.

Virði hluta­bréfa í WeWork hef­ur fallið um 99% á þessu ári en fjár­fest­ar höfðu verðmetið fyr­ir­tækið á um 47 millj­arða doll­ara árið 2019.

Stór hlut­hafi WeWork, jap­anska tæknifyr­ir­tækið Soft­Bank, hef­ur dælt tug­um millj­arða doll­ara inn í fyr­ir­tækið á meðan tap þess jókst stöðugt. 

Adam Neu­mann, einn stofn­enda WeWork, seg­ist telja að með réttri áætlana­gerð muni tak­ast að end­ur­skipu­leggja rekst­ur­inn þannig að WeWork geti risið úr öskustónni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK