Árni Oddur fengið greiðslustöðvun samþykkta

Árni Oddur Þórðarson steig til hliðar sem forstjóri Marel í …
Árni Oddur Þórðarson steig til hliðar sem forstjóri Marel í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Árni Oddur Þórðarson, fyrrverandi forstjóri Marel, segir í tilkynningu að hann hafi fengið greiðslustöðvun samþykkta vegna þeirrar réttaróvissu sem skapast hefur vegna aðgerða Arion banka. 

Árni Oddur hætti sem forstjóri Marel í gær vegna réttaróvissunnar en Arion banki hefur leyst til sín hluta hlutabréfa hans í Eyri Invest, sem er leiðandi fjárfestir í Marel, þrátt fyrir að ákvæðum um langtímalánsamnings við bankann hafi verið fullnægt að í er segir í tilkynningunni.

Fær tíma og rúm til að vinna að lausn

„Eins og fram kom í tilkynningu minni gær, þá tel ég aðgerð bankans hvorki í samræmi við samninga, lög né viðteknar venjur. Fyrir liggur að eignir eru vel umfram skuldbindingar þrátt fyrir lækkun á markaðsverði hlutabréfa Marel að undanförnu. Ég hef nú fengið samþykkta greiðslustöðvun til að fá tíma og rúm til að vinna að farsælli og sanngjarnri lausn,“ segir í tilkynningu frá Árna Oddi.

mbl.is greindi frá því fyrr í dag að gengi bréfa í Marel hafi lækkað um 6,4% í kjölfar forstjóraskiptanna. Gengi bréfa í Marel hefur nú lækkað um 29% á árinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK