Ísfélagið siglir á markað í desember

Uppsjávarskipin Sigurður VE15 og Heimaey VE1 við bryggju. Bæði skipin …
Uppsjávarskipin Sigurður VE15 og Heimaey VE1 við bryggju. Bæði skipin eru í eigu Ísfélagsins. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Unnið er að skráningu Ísfélagsins í kauphöllina, Nasdaq Iceland, í desember næstkomandi.

Þetta staðfestir Stefán Friðriksson framkvæmdastjóri félagsins í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að undirbúningur skráningarferilsins sé kominn langt en ekki sé tímabært að upplýsa hve stór hlutur verði seldur eða um verð í útboðinu. Það muni liggja fyrir þegar skráningarlýsing verður birt.

Ísfélagið á sér langa sögu, en fyrirtækið var stofnað 1. desember 1901 og er elsta starfandi hlutafélag landsins. Í júní síðastliðnum sameinuðust Ísfélag Vestmannaeyja og Rammi á Siglufirði formlega undir nafninu Ísfélag hf. og er sameinað félag með vinnslu á fjórum stöðum á landinu og 370 starfsmenn, bæði til sjós og lands.

Spurður hvernig sameiningin hafi gengið fyrir sig segir Stefán að hún hafi gengið mjög vel.

„Þarna sameinuðust fjárhagslega sterk félög sem eru saman betur í stakk búin til að mæta áskorunum, draga úr áhættu og grípa þau tækifæri sem gefast,“ segir hann.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag. Þar fjallar Stefán um rekstur félagsins auk þess sem Einar Sigurðsson, varaformaður stjórnar Ísfélagsins og forsvarsmaður stærsta hluthafans, ræðir um stöðuna á hlutabréfamarkaði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK