Svo virðist sem greiðslugátt Rapyd hafi legið niðri að minnsta kosti að hluta í dag. Ýmsir söluaðilar hafa lent í vandræðum með greiðslur í gegnum posa og vef í að minnsta kosti síðustu þrjár klukkustundirnar.
Á bensínstöðvum Orkunnar hafa verið vandræði með greiðslur í dag.
Brynja Guðjónsdóttir, markaðsstjóri Orkunnar, segir í samtali við mbl.is að einhverjar greiðslur hafi farið í gegn en einhverjar ekki.
„Þetta hefur verið svolítið flöktandi.“
Brynja segir að einhvern bilun sé hjá Rapyd eða eitthvað sem sé að stríða Rapyd.
„Rapyd er í einhverjum villumeldingum og við erum bara að bíða og vona að þeir geti leyst þetta hratt og vel,“ segir Brynja.
Hún segir tæknimenn Rapyd vera á fullu að reyna að bregðast við.
„Við hvetjum viðskiptavini okkar til að koma aftur eða reyna að prófa aftur.“