Baldur Arnarson
Reynsla Íslandspósts af póstboxum gefur tilefni til að undirbúa víðtæka notkun þeirra við dreifingu á bréfum. Á þeim svæðum yrði því hætt að dreifa almennum bréfum á hvert heimii.
Þessi sjónarmið koma fram í umsögn Póstsins til umhverfis- og samgöngunefndar vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um póstþjónustu. Telur Pósturinn „nauðsynlegt að í frumvarpinu verði tekinn af allur vafi um að litið verði á póstbox og bréfakassasamstæðu sem sama hlutinn þegar kemur að dreifingu almennra óskráðra bréfa“.
Það rímar við frumvarpsdrögin en í 2. grein segir að alþjónustuveitanda skuli vera heimilt að setja upp bréfakassasamstæður fyrir alla móttakendur póstsendinga á höfuðborgarsvæðinu og í öðru þéttbýli.
Í umsögn Póstsins er vísað til tilraunaverkefnis á Kópaskeri sem hófst um mitt þetta ár en það er sagt hafa gengið almennt vel og engin stór vandamál komið upp.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.