Ný verslun Elko á Keflavíkurflugvelli

Ljósmynd/Aðsend

Ný verslun Elko hefur opnað í komusal Keflavíkurflugvallar. Raftækjaverslunin er staðsett þar sem gengið er út úr Fríhöfninni, í nýjum töskusal vallarins. 

Í tilkynningu segir Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Elko, verslunina hafa fengið yfirhalningu. Ný staðsetning hafi í för með sér aukið vöruúrval, meira pláss, betra aðgengi og fleiri vörur en áður. „Við hlökkum til að taka á móti ferðamönnum,“ segir hann.

Um árabil hefur Elko rekið verslanir á flugvellinum, eina í brottfararsal og aðra í komusal. Var sú í komusalnum áður inni í verslun Fríhafnarinnar. Verður hún nú í nýjum töskusal vallarins, sem er fyrsti áfanginn sem tekinn er í notkun í nýrri austurálmu flugstöðvarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK